25.5.05

Hafnað!!

Jæja, þeir voru nú ekki lengi að afgreiða þetta. Ég er víst allt of efnilegur starfskraftur í þessa vinnu. If only this had come up five years ago!!!!

Hér er official PFO (please fuck off) bréfið:
_____________________________________________________________________

Dear Mr Buchan,

We would like to confirm receipt of your application for the position of Consular and Office Assistant.

After careful review of your application it was decided by the Interview Committee that your qualifications are substantially higher than the requirements set for the position, this being classified at the assistant and not the officer level. It was also felt by the Committee that within a short space of time, you would probably no longer find the duties challenging.

As result of above, an invitation to attend an interview at the Embassy will not be extended.

We would like to thank you for your interest and also wish to inform you that your CV will be kept on file for a minimum of 6 months and should something come up in the officer category, the Embassy will be in touch.

Yours sincerely
Thomas B_____
Management Consular Officer
___________________________________________________________________

Ég get samt ekki sagt að ég bjóst ekki við þessu. Þeir vildu frönsku og enskumælandi starfsmann með "góðri kunnáttu" á íslensku og menntaskólaskírteini. Kannski var mastersgráðan frá Keimbridds smá overkill?

Þannig að ég mun ekki flytja heim alveg strax. Sorry for getting everyone´s hopes up.

10.5.05

Starf í boði

Jæja, þá eru nýjustu fréttirnar að Sendiráð Kanada var að auglýsa eftir starfsmann í Mogganum á sunnudaginn. Davið Ólafsson, bassasöngvara og fyrrverandi garðprófastur á Gamla Garði, var fyrstur manna til að láta mig vita af þessu. Hann sendi ímeil um leið, og síðan mynd af auglýsingunni sem birtist í blaðinu. En Gunnar Briem var ekki miklu seinna að láta vita af sér og sendi link á auglýsinguna á heimasíðu Moggans.

Þetta er samt svolítið skrítið ástand... það er ekki spurning um hvort ég ætla að sækja um, ég geri það alveg pottþétt, en ég veit ekki hvort það er góð hugmynd. Ég er nefninlega búinn að vera heima í 7 ár, búinn að koma mér fyrir, finna góða vinnu með framtíðarmöguleiki, byggja upp orðstírinn í söngmálum hér... Væri sniðugt að fara til Íslands fyrir vinnu sem býður kannski upp á framtíð, þar sem enginn þekkir mig í söngbransanum lengur og pólítíkin innan söngbransans er vægast sagt hryllileg?

Ég viðurkenn alveg að mig hefur langað að fara aftur til Íslands lengi, en það er spurning núna um hvað ég þyrfti að fórna til þess að flytja þangað aftur. Þessi vinna er bara skrifstofuvinna, og borgar ekki sérlega vel, hugsa ég (ókei, ég veit ekkert um það, en ég veit að sendiráðið hefur ekki mikla peninga). Hér á ég vinnu þar sem ég er alltaf að læra, fæ meira útborgað en ég þarf á að halda, og ég fæ að ferðast af og til. Þar myndi ég þurfa að finna mér kór aftur, eins og Karlakór Reykjavíkur og Vox Academica, syngja með í nokkur ár, kannski taka þátt í óperukórnum. Hér syng ég með kór sem borgar fyrir þátttöku, er farinn að fá beiðni um að taka smá hlutverk í óperuuppfærslum og fer að stjórna eigin karlakór í haust.

Ég held að ég mun fara að pæla í að flytja næstu árin til að finna fleiri tækifæri í söngnum, og það er fleira sem dregur mig í áttina frá Winnipeg. En ég var helst að pæla í að fara austur innan Kanada eða allavega N-A. Ég held að Ísland sé ennþá staður sem ég mun heimsækja, en ekki eiga heima á... minnsta kosti í bili.

En við sjáum til. Eins og ég sagði, ég ætla pottþétt að sækja um, og kannski ákveð ég að þiggja boðið ef það fer þannig... sjáum bara til...

7.5.05

Somebody call a medic!!!!

Oj, hvað mér er illt í öllu vinstra megin. Ég fór út í morgun að hjóla yfir á nuddstofuna... pantaði tíma í síðustu viku... en lenti í smávegis slys í leiðinni heim. Var að reyna að hoppa upp á gangstétt af veginum í rigningu, nýbúinn að bæta loftinu í dekkin. Framhjólið skaust undan mér og ég svoleiðis hrundi niður á gangstéttina...

sem ér auðvitað skárri valkosturinn...

Það sést varla á mér að þetta hafi komið fyrir, en ég finn það alveg innvortis. Brjóstkassinn kom beint niður á vinstri handlegginn, og gott ef ég er ekki búinn að brákast í rifjunum. Sé til hvernig mér líður á morgun.

En það var samt helvíti spennandi þegar það gerðist... Eitt shining moment of pure fear. Enginn tími til að hugsa, bara að bregðast við (greinilega illa) and take your lumps. I really don´t want to face tomorrow.

Jæja, það versta er að ég mun þurfa að bíða lengur með að hjóla í vinnuna. Get það ekki fyrr en þetta hefur lagast. *sigh*

5.5.05

Svik!!

Það gerðist nú eitt nýlega sem ég hef aldrei upplifað áður. Ein vinkona mín úr kórnum, sem ég þekki þokkalega vel, var að segja okkur frá ömmu sinni í fyrrakvöld. Helvíti fyndin saga um heimsókn til læknis þar sem gamla konan kemur heim og segjist hafa orðið fyrir kynferðisleg áreitni. Mamman fer að ræða málin við hana og spyr hvað gerðist. Amman segir að, rétt þegar læknirinn var að byrja á 'internal exam', leit hann niður og segir látt, 'Very nice.' Mamman spyr þá hvort að það gæti verið einhver ástæða fyrir þessum viðbrögðum hjá lækninum, hvort amman hafi gert eitthvað 'öðruvísi'. Svarið er auðvitað nei, fyrir utan það að hafa sett á sig smá 'feminine deodorant'. Þegar deodorant brúsinn er skoðaður, þá kemur í ljós að smá ruglingur átti sér stað... amman hafði gripið í sparkle hairspray brúsann.

Fyndin saga! Ég hló ekkert smá þangað til í gær. Þá sagði ég tveim vinum í vinnunni söguna og það kom í ljós að þetta er urban myth. Ég viðurkenn alveg að öll merkin eru til staðar, en ég vildi ekki trúa því vegna þess að Kirsten (vinkonan sem sagði söguna) var að tala um ömmu sína. Ekki bara ömmu eiginmanns frænku sinnar eða eitthvað slíkt. Það hefði verið urban myth og skemmtileg saga. Núna finnst mér það bara lygi. Ef að söguhetjan hefði verið fjærskyld henni, þá gæti ég trúað að hún lét plata sig. En fyrst að hún vildi meina að þetta var amma sín, þá verð ég að viðurkenna að hún var að plata okkur.

Mér finnst það bara ekki rétt...

4.5.05


Varð að deila þessari... hún er bara too perfect!!


Enginn betri en David í talk-show bransanum

3.5.05

Choral Symposium

Jæja, þá lítur það út fyrir að kórinn (The Winnipeg Singers) komist til Rádstefnu Alþjóðlegs Kórbandalagsins í Kýótó í júlí 2005. Við héltum á sínum tíma að það myndi ekki ganga upp, eiginlega vegna peningaskorts. Það er ekki 100% klárt, en ég held að það sé hægt að gera ráð fyrir því núna.

Og svo - bara til að gera þetta allt saman skemmtilegra - var okkur boðið á annað kórmót á sama tíma í Tævan. Það munar ekki nema svona 20,000 IKR á mann, því þeir borga gistingu, mat og skoðunarferðir. Þannig að nú verður ferðin svona... fljúga frá Winnipeg 20. júlí, lenda í Tævan og halda tónleika, fljúga þaðan 24. til Tókýó, halda eina tónleika þar, svo áfram til Kýótó 27. með hraðlest, kórmót með tveim tónleikum og heim til Kanada 31. Ég fæ að halda upp á afmælið á sviði í Kýótó, ekki flott?

Það er reyndar búið að vera brjálað hjá mér eftir áramót. Ég hef lítið sem ekkert ferðast síðustu 3 ár, en er búinn að fara út fyrir landssteina þrisvar síðan í febrúar. Ég er samt alls ekki að kvarta, ég verð aldrei þreyttur á því að skoða nýja borg og upplifa nýja menningu.