7.5.05

Somebody call a medic!!!!

Oj, hvað mér er illt í öllu vinstra megin. Ég fór út í morgun að hjóla yfir á nuddstofuna... pantaði tíma í síðustu viku... en lenti í smávegis slys í leiðinni heim. Var að reyna að hoppa upp á gangstétt af veginum í rigningu, nýbúinn að bæta loftinu í dekkin. Framhjólið skaust undan mér og ég svoleiðis hrundi niður á gangstéttina...

sem ér auðvitað skárri valkosturinn...

Það sést varla á mér að þetta hafi komið fyrir, en ég finn það alveg innvortis. Brjóstkassinn kom beint niður á vinstri handlegginn, og gott ef ég er ekki búinn að brákast í rifjunum. Sé til hvernig mér líður á morgun.

En það var samt helvíti spennandi þegar það gerðist... Eitt shining moment of pure fear. Enginn tími til að hugsa, bara að bregðast við (greinilega illa) and take your lumps. I really don´t want to face tomorrow.

Jæja, það versta er að ég mun þurfa að bíða lengur með að hjóla í vinnuna. Get það ekki fyrr en þetta hefur lagast. *sigh*

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home