Choral Symposium
Jæja, þá lítur það út fyrir að kórinn (The Winnipeg Singers) komist til Rádstefnu Alþjóðlegs Kórbandalagsins í Kýótó í júlí 2005. Við héltum á sínum tíma að það myndi ekki ganga upp, eiginlega vegna peningaskorts. Það er ekki 100% klárt, en ég held að það sé hægt að gera ráð fyrir því núna.
Og svo - bara til að gera þetta allt saman skemmtilegra - var okkur boðið á annað kórmót á sama tíma í Tævan. Það munar ekki nema svona 20,000 IKR á mann, því þeir borga gistingu, mat og skoðunarferðir. Þannig að nú verður ferðin svona... fljúga frá Winnipeg 20. júlí, lenda í Tævan og halda tónleika, fljúga þaðan 24. til Tókýó, halda eina tónleika þar, svo áfram til Kýótó 27. með hraðlest, kórmót með tveim tónleikum og heim til Kanada 31. Ég fæ að halda upp á afmælið á sviði í Kýótó, ekki flott?
Það er reyndar búið að vera brjálað hjá mér eftir áramót. Ég hef lítið sem ekkert ferðast síðustu 3 ár, en er búinn að fara út fyrir landssteina þrisvar síðan í febrúar. Ég er samt alls ekki að kvarta, ég verð aldrei þreyttur á því að skoða nýja borg og upplifa nýja menningu.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home