24.2.05

Helvutlen Rigistundi

Jæja, það er nú gott að vera kominn heim aftur. Ekki það að það var slæmt að vera á Íslandi, en samt er margt um að vera hér, og ég verð að halda áfram að sjá um það. Til dæmis er ég búinn að vera á æfingum eða fundum á hverju kvöldi síðan ég kom heim. Mér hefur ekki einu sinni tekist að taka upp úr töskunum. En ég vildi ekki hafa hlutina öðruvísi.

Það var líka skemmtilegt að uppgötva að svo margir eru að nota sömu bloggsíðu og ég. Þetta er helvíti þægileg leið til að fá að vita hvað er að gerast, og fylgjast með. Mig vantar núna að finna út hvernig ég bæti inn linka á bloggin vinanna eins og hann Hjörvar er með. En þetta mun allt koma í ljós.

Það er eitt sem ég ætla að taka fram í þessu fyrsta bloggi á íslensku. Það má hver sem er leiðrétta íslenskunni minni. Mig vantar að pússa hana aðeins til, en fæ ekki oft að æfa mig. Það væri kannski skemmtilegra að gera það í tölvupósti, frekar en í opinberu "comment", en það skiptir reyndar litlu máli.

Ég ætla líka að nota tækifærið til að þakka öllum sem ég hitti í ferðinni. Það var æðislegt að sjá ykkur og fá að endurnýja sambandið. Ég lofaði Gunnari Erni að vera duglegri að skrifa. Þetta bloggdæmi finnst mér vera fín leið til að gera það.

En svo er kannski vandamál að það veit enginn af þessu bloggi. Ætli ég geri ekki eitthvað í því í kvöld áður en ég fer að sofa.

Helvutlen Rigistundi = Helvítis Útlendingur

1 Comments:

Blogger hronnsa said...

:)
somuleidis gaman ad sja thig her i netheimum. athugadu med spurl ef thu vilt halda utan um linkana thina -

25 febrúar, 2005 07:02  

Skrifa ummæli

<< Home