1.3.05

Draumalandið

Þetta er mesta furða...

Mér finnst eins og ég hafi ekki farið til Íslands um daginn. Svona svipað og ég skrifaði í póstinum rétt eftir að mér bauðst þetta tækifæri. Mér fannst þá að það gat ekki verið satt, og um leið og ég kom heim leið mér eins og mig hafði bara dreymt þetta. Þessi ferð var öll einhvern veginn mjög óraunveruleg.

Og svo finnst manni það merkilegt að lífið heldur bara áfram. Æfingar og fundir hvert eftir öðru. Lífið hér var sett í einnar viku pásu á meðan ég var í burtu, en svo var það sett aftur í gang um leið og ég steig annan fótinn af vélinni.

Það versta er að nú er ég óviss um hvort ég vildi frekar fara til Japans í sumar eða aftur til Íslands. Eða reyndar veit ég hvort ég myndi velja, en vandamálið felst í því að ég er í nefndinni sem sér un fjáröflun og skipulagningu ferðarinnar. Og innst inni í mér vildi ég helst sleppa þessu (ekki síst vegna þess hversu mikil vinna er eftir) og kíkja bara aftur heim.

En hvað þetta er erfitt líf. Að reyna að ákveða hvort mann langar meira til mestu menningarborgar Asíu eða til síns draumalands. Það myndu nú sumir vilja vera í því ástandi, held ég. Kannski ætti maður að halda kjafti og njóta þess sem lífið bíður upp á.

Jæja, Lára systir er víst að kíkja til Karíbahafsins ásamt eiginmanni sínum í boði fyrirtækisins þar sem hann vinnur. Það eru bara allir í fjölskyldunni að fara í ókeypis ferðir þessa daga. En þetta er í fyrsta skiptið sem hún verður í burtu frá krökkunum. Sjáum til hvernig hún ræður við það.

Pé Joð

2 Comments:

Blogger Not available said...

Þá eru flestir sótraftar á sjó dregnir ;o) Elli sagði mér frá þessari síðu rétt áðan. Kveðjur úr Flórdal.

- Hr. T.

09 mars, 2005 05:10  
Blogger Hildigunnur said...

hæ, manstu nokkuð eftir mér?

gaman að kíkja á síðuna, íslenskan þín er betri en hjá ansi mörgum alíslenskum...

18 mars, 2005 05:54  

Skrifa ummæli

<< Home