5.5.05

Svik!!

Það gerðist nú eitt nýlega sem ég hef aldrei upplifað áður. Ein vinkona mín úr kórnum, sem ég þekki þokkalega vel, var að segja okkur frá ömmu sinni í fyrrakvöld. Helvíti fyndin saga um heimsókn til læknis þar sem gamla konan kemur heim og segjist hafa orðið fyrir kynferðisleg áreitni. Mamman fer að ræða málin við hana og spyr hvað gerðist. Amman segir að, rétt þegar læknirinn var að byrja á 'internal exam', leit hann niður og segir látt, 'Very nice.' Mamman spyr þá hvort að það gæti verið einhver ástæða fyrir þessum viðbrögðum hjá lækninum, hvort amman hafi gert eitthvað 'öðruvísi'. Svarið er auðvitað nei, fyrir utan það að hafa sett á sig smá 'feminine deodorant'. Þegar deodorant brúsinn er skoðaður, þá kemur í ljós að smá ruglingur átti sér stað... amman hafði gripið í sparkle hairspray brúsann.

Fyndin saga! Ég hló ekkert smá þangað til í gær. Þá sagði ég tveim vinum í vinnunni söguna og það kom í ljós að þetta er urban myth. Ég viðurkenn alveg að öll merkin eru til staðar, en ég vildi ekki trúa því vegna þess að Kirsten (vinkonan sem sagði söguna) var að tala um ömmu sína. Ekki bara ömmu eiginmanns frænku sinnar eða eitthvað slíkt. Það hefði verið urban myth og skemmtileg saga. Núna finnst mér það bara lygi. Ef að söguhetjan hefði verið fjærskyld henni, þá gæti ég trúað að hún lét plata sig. En fyrst að hún vildi meina að þetta var amma sín, þá verð ég að viðurkenna að hún var að plata okkur.

Mér finnst það bara ekki rétt...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home