10.5.05

Starf í boði

Jæja, þá eru nýjustu fréttirnar að Sendiráð Kanada var að auglýsa eftir starfsmann í Mogganum á sunnudaginn. Davið Ólafsson, bassasöngvara og fyrrverandi garðprófastur á Gamla Garði, var fyrstur manna til að láta mig vita af þessu. Hann sendi ímeil um leið, og síðan mynd af auglýsingunni sem birtist í blaðinu. En Gunnar Briem var ekki miklu seinna að láta vita af sér og sendi link á auglýsinguna á heimasíðu Moggans.

Þetta er samt svolítið skrítið ástand... það er ekki spurning um hvort ég ætla að sækja um, ég geri það alveg pottþétt, en ég veit ekki hvort það er góð hugmynd. Ég er nefninlega búinn að vera heima í 7 ár, búinn að koma mér fyrir, finna góða vinnu með framtíðarmöguleiki, byggja upp orðstírinn í söngmálum hér... Væri sniðugt að fara til Íslands fyrir vinnu sem býður kannski upp á framtíð, þar sem enginn þekkir mig í söngbransanum lengur og pólítíkin innan söngbransans er vægast sagt hryllileg?

Ég viðurkenn alveg að mig hefur langað að fara aftur til Íslands lengi, en það er spurning núna um hvað ég þyrfti að fórna til þess að flytja þangað aftur. Þessi vinna er bara skrifstofuvinna, og borgar ekki sérlega vel, hugsa ég (ókei, ég veit ekkert um það, en ég veit að sendiráðið hefur ekki mikla peninga). Hér á ég vinnu þar sem ég er alltaf að læra, fæ meira útborgað en ég þarf á að halda, og ég fæ að ferðast af og til. Þar myndi ég þurfa að finna mér kór aftur, eins og Karlakór Reykjavíkur og Vox Academica, syngja með í nokkur ár, kannski taka þátt í óperukórnum. Hér syng ég með kór sem borgar fyrir þátttöku, er farinn að fá beiðni um að taka smá hlutverk í óperuuppfærslum og fer að stjórna eigin karlakór í haust.

Ég held að ég mun fara að pæla í að flytja næstu árin til að finna fleiri tækifæri í söngnum, og það er fleira sem dregur mig í áttina frá Winnipeg. En ég var helst að pæla í að fara austur innan Kanada eða allavega N-A. Ég held að Ísland sé ennþá staður sem ég mun heimsækja, en ekki eiga heima á... minnsta kosti í bili.

En við sjáum til. Eins og ég sagði, ég ætla pottþétt að sækja um, og kannski ákveð ég að þiggja boðið ef það fer þannig... sjáum bara til...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home