28.3.05

Veltingur

Ég held að ég nenni ekki að skrifa þetta á íslensku, en það er sniðugra að gera það þannig, því ég veit að það er hægt að fylgjast með manni hér í vinnunni. Þau vita kannski að ég er að skrifa í Word, en þeir skilja væntanlega ekki glóru í því sem ég skrifa. Alveg eins og dagbókin sem ég hélt þegar ég átti heima á Íslandi. Ég skrifaði hana á íslensku líka, með því í huga að nota það sem dulmál… virkar því miður ekki, þar sem ég skilaði þeim (uppfyllti 5 bækur áður en ég fór þaðan) eftir á Íslandi þegar ég fór.

En ég nenni aldrei að skrifa á íslensku þessa dagana. Það er svo miklu þægilegra að eðlilegra að nota enskuna, og láta puttana leika sér á lyklaborðinu. (Þið sjáið hversu ákveðinn og duglegur ég er… ákvað fyrir mánuði síðan að nota þetta til að halda íslenskunni við, og er strax farinn að gefast upp á því.

Jæja, það er nóg sjálfsvorkunn… ég ætla miklu frekar að skrifa um spurninguna sem ég hef verið að velta fyrir mér upp á siðkastið.

Það er alveg að koma að því, held ég, að ég gæti lifað af tónlistarbransanum. Ég veit ekki alveg hvort það verður hægt, en mér finnst hlutirnir vera að fara í þá áttina. Núna þéna ég u.þ.b. $2000 á mánuði fyrir að vera námsefnahöfundur og það meira en dugar fyrir mig. Ágætis vinna, en mér finnst það erfiðara og erfiðara að mæta á hverjum degi. Ég ætla ekki að fara að kvarta yfir því núna (meira seinna :P), nóg að segja að starfið vantar eitthvað. Kannski er málið að starfið hjálpar eigum nema eigendunum fyrirtækisins… ég vil breyta heiminum, eða að minnsta kosti smá hluta af honum.

Allavega, ég þéna yfirleitt $400-$600 á mánuði af tónlistinni eins og er. Ef ég fyndi 10 nemendur sem væru í tíma tvo klukkutíma á mánuði… þá væri ég kominn með $500 í viðbót á mánuði. Þá vantar svona $900 upp í þetta fyrirnefnda $2000. Kannski sex mánuði í viðbót? Það er bara spurning um hvort maður þorir að taka sjénsinn.

1.3.05

Draumalandið

Þetta er mesta furða...

Mér finnst eins og ég hafi ekki farið til Íslands um daginn. Svona svipað og ég skrifaði í póstinum rétt eftir að mér bauðst þetta tækifæri. Mér fannst þá að það gat ekki verið satt, og um leið og ég kom heim leið mér eins og mig hafði bara dreymt þetta. Þessi ferð var öll einhvern veginn mjög óraunveruleg.

Og svo finnst manni það merkilegt að lífið heldur bara áfram. Æfingar og fundir hvert eftir öðru. Lífið hér var sett í einnar viku pásu á meðan ég var í burtu, en svo var það sett aftur í gang um leið og ég steig annan fótinn af vélinni.

Það versta er að nú er ég óviss um hvort ég vildi frekar fara til Japans í sumar eða aftur til Íslands. Eða reyndar veit ég hvort ég myndi velja, en vandamálið felst í því að ég er í nefndinni sem sér un fjáröflun og skipulagningu ferðarinnar. Og innst inni í mér vildi ég helst sleppa þessu (ekki síst vegna þess hversu mikil vinna er eftir) og kíkja bara aftur heim.

En hvað þetta er erfitt líf. Að reyna að ákveða hvort mann langar meira til mestu menningarborgar Asíu eða til síns draumalands. Það myndu nú sumir vilja vera í því ástandi, held ég. Kannski ætti maður að halda kjafti og njóta þess sem lífið bíður upp á.

Jæja, Lára systir er víst að kíkja til Karíbahafsins ásamt eiginmanni sínum í boði fyrirtækisins þar sem hann vinnur. Það eru bara allir í fjölskyldunni að fara í ókeypis ferðir þessa daga. En þetta er í fyrsta skiptið sem hún verður í burtu frá krökkunum. Sjáum til hvernig hún ræður við það.

Pé Joð